Skip to content

Skólabúðir

Dagana 25. til 29.apríl  dvaldi 7. bekkur skólans í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Með þeim voru kennarar og nemendur úr Árbæjar- og Ártúnsskóla.  Yfir daginn tóku nemendur þátt í skipulagðri dagskrá á vegum skólabúðanna,  fóru í íþróttir, lærðu náttúrufræði, fóru í ýmsa leiki og heimsóttu byggðasafnið. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem kennarar og nemendur voru með ýmis atriði. Nemendur skólans voru duglegir að koma með skemmtiatriði og taka þátt. Þeim þótti svo gaman og vildu helst framlengja dvölina.  Myndir