Skip to content

Upplestrarkeppni í hverfinu

Í dag miðvikudaginn 30.mars fóru fram í Guðríðarkirkju úrslitin í Upplestrarkeppninni í Reykjavík í hverfinu okkar. Nemendur úr Selásskóla, Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla, Sæmundarskóla og Dalskóla tóku þátt með því að lesa hluta úr sögunni Blokkin á heimsenda eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, því næst lásu þau valið ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og að lokum ljóð að eigin vali. Fulltrúa okkar í Selásskóla voru þeir Davíð Þór Bjarnason og Egill Ási Arnarsson. Þeir stóðu sig ákaflega vel og fluttu sitt efni af festu og myndugleika. Útlisin urðu þannig að Egill Ási landaði fyrsta sætinu en í öðru og þriðja sæti voru nemendur úr Norðlingaskóla og Sæmundarskóla. Við óskum öllum til hamingju með þennan árangur. Myndir