Skip to content

Þemadagar

Dagana 29. – 31. mars verða þemadagar hér í Selásskóla. Þetta eru styttri nemendadagar og verða börnin í skólanum frá kl. 8:10 – 12:10. Skólinn opnar þessa morgna á sama tíma og venjulega.
Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en nesti og vatnsbrúsa er gott að hafa í litlum bakpoka. Farið verður í frímínútur og einnig er útivera hluti af þemanu. Því er mikilvægt að nemendur komi klæddir eftir veðri.
Mjólk verður á boðstólnum fyrir þá nemendur sem eru í mjólkuráskrift. Hádegismatur verður alla þrjá dagana. Síðasta daginn (fimmtudag) er öllum nemendum boðið í hádegismat, hvort sem þau eru í áskrift eða ekki.
Nemendur sem eru skráðir í Víðisel verða áfram í skólanum þar til Víðisel opnar kl. 13.

Þemað í ár köllum við Leikir og spil, þar sem nemendur fá m.a. tækifæri til að búa til spil, leikföng og hljóðfæri, ásamt því að vinna að sameiginlegu verkefni allra nemenda og læra ný spil. Þá verður einnig farið í ratleik. Öllum nemendum verður skipt í 6 hópa sem vinna saman þessa þrjá daga. Lögð er sértök áhersla á skapandi vinnu og samvinnu nemenda þessa daga.
Hér verða birtar myndir frá dögunum.