Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 17. mars fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Selásskóla en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Sjö nemendur tóku þátt í keppninni okkar þetta árið og stóðu sig öll með prýði. Úrslit keppninnar fara fram í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 15.00 en fulltrúar Selásskóla að þessu sinni verða þeir Davíð Þór Bjarnason og Egill Ási Arnarsson. Myndir