Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í vikunni. Þau eru venjulega ahent á degi íslenskra tungu en vegna Covid var það ekki hægt. Sérhver grunnskóli tilnefnir nemendur til verðlaunanna. Að þessu sinni voru það þær Hanna Otte nemandi í 4. bekk og Þuríður Inga Olgeirsdóttir nemandi í 6. bekk sem hlutu verðlaunin úr hópi nemenda úr Selásskóla. Þær eru báða virkilega vel að því komnar og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.