Vetrarfrí

Samkvæmt skóladagatali er vetrarfrí í skólum borgarinnar dagana 17. – 20. febrúar. Skólinn hefst aftur mánudaginn 21. febrúar samkvæmt stundaskrá.
Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis er inn á söfn fyrir fullorðna í fylgd með börnum og frítt verður í sund á tilgreindum tímum.