Skip to content

Foreldraviðtöl og bólusetning

Föstudaginn 28. janúar eru foreldraviðtöl hér í Selásskóla. Fundirnir verða flestir með fjarfundasniði og ættu allir að vera búnir að fá tíma þann dag eða eftir samkomulagi við viðkomandi kennara. Öll kennsla liggur niðri þennan dag.

Mánudaginn 31. janúar er seinni bólusetningardagur barna í 1. til 6. bekk og lýkur kennslu kl. 11:10 hjá öllum nema börninum í 7. bekk. Er þetta gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma.  Frístundaheimilið Víðisel verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar.