Skip to content

Hrekkjavaka

í Selásskóla tókum við forskot á hrekkjavöku og nemendur og starfsfólk mætti í búningum í skólann. Margir hópar nýttu það sem efni í kennslustundum með skemmtilegri vinnu.

Hrekkjavaka eða Halloween er haldin ár hvert daginn og nóttina fyrir Allraheilagramessu sem tileinkuð er píslarvottum kirkjunnar. Halloween kemur upprunalega frá Skotum og Írum en þar var hátíðin kölluð samhein, Fólkið klæddist búningum og kveikti í bálköstum til þess að hræða draugana sem kæmu vegna allraheilagramessu. Þegar Skotar og Írar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist Halloween hátíðin með þeim, Þar þróaðist hún með tímanum í þá hrekkjavöku hátíð sem við norðurlandabúar þekkjum úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í dag.

r getið þið séð myndir frá þessum skemmtilega degi.