Skip to content

Danskur farkennari

Um þessar mundir eru við með danskan farkennara í Selásskóla Britta Junge. Hún mun koma að kennslu í dönsku í hjá nemendum í 6. og 7. bekk í nokkrar vikur.  Marmkiðið með því að fá fjarkennara er að styðja við nám og kennslu dönsku í íslenskum skólum með sérstakri áherslu á munnlega færni. Einnig að miðla danskri menningu í íslenskum skólaum og auka áhuga og vitund barna á mikilvægi þess að kunna tungumálið. Verkefnið er fjármagnað af danska menntamálaráðuneytinu annars vegar og íslenska menntamálaráðuneytinu hins vegar. Britta nær vel til barnanna og fögnum við þessari góð viðbót í kennsluna hjá okkur.