Skip to content

Lestrarátak

Á skóladagatali Selásskóla fyrir þetta skólaár eru tvö lestrarátök. Það fyrra stóð yfir dagana 6.-13. september og var megin áherslan lögð á aukinn lestur og orðaforða. Umsjónarkennarar gáfu börnunum lengri tíma en venjulega til lesturs þessa daga og voru þau hvött til að lesa sem flestar bækur. Eftir hverja bók voru börnin beðin um að skoða bókina og velja eitt, skemmtilegt orð úr bókinni til að skrifa á laufblað. Hver árgangur átti sinn lit á laufblöðum og því var auðvelt fyrir nemendur að sjá hvernig þeirra árgangur stóð sig í lestrarátakinu. Laufblöðin voru hengd upp á tré sem hafði verið komið fyrir í gryfjunni og var gaman að sjá tréð laufgast eftir því sem leið á átakið. Það er greinilegt að við eigum marga efnilega lestrarhesta í skólanum okkar! Hér er hægt að sjá framvinduna