Skip to content

Ólympíuhlaup

Í gær fimmtudaginn 9. september nýttum við haustsólina og fórum út. Tilefnið var að taka þátt í Ólympíuhlaupinu sem er árlegur viðburður sem skólar um allt land taka þátt í. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Nemendur voru heldur betur glaðir og duglegir í þessu hlaupi eins og þið getið séð á myndum.