Fyrsti skóladagurinn hjá fyrsta bekk

Það hafa allir nemendur í Selásskóla hafið störf því í dag var fyrsti skóladagurinn hjá yngstu nemendum skólans í 1. bekk. Það var líf og fjör og margt sem þurfti að læra strax þennan fyrsta dag. En nemendur voru glaðir og kátir og tilbúnir í þessa vegferð. Það verður gaman að verða þeim samferða næstu 7 árin.