Skip to content

Skólabyrjun

Nú styttist í skólabyrjun og hlökkum við til að hitta börnin eftir sumarleyfið. Við förum aftur af stað í „veiruástandi“ ef svo má að orði komast og verður skólasetning mánudaginn 23. ágúst með sama  sniði  og í fyrra en skólastarfið verður þó með hefðbundnum hætti. Nemendur í 2. – 7. bekk mæta án foreldra og fylgja umsjónarkennurum á sín svæði.

Tímasetningar eru eftirfarandi:
2. bekkur kl. 9:00, umsjónarkennarar Guðrún Þorsteinsdóttir og Stefanía Ósk Þórisdóttir
3. bekkur kl. 9:30, umsjónarkennarar Guðrún Þórðardóttir og Hrönn Ásgeirsdóttir
4. bekkur kl. 10:00, umsjónarkennarar Áslaug Eva Antonsdóttir og Edda Sigrún Guðmundsdóttir
5. bekkur kl. 10:30, umsjónarkennari Sunneva Jörundsdóttir
6. bekkur kl. 11:00, umsjónarkennarar Finnur Hrafnsson og Hanna Lára Baldvinsdóttir
7. bekkur kl. 11:30, umsjónarkennari Ása Dröfn Fox Björnsdóttir

Skólahald hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.

Nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk munu koma í viðöl hjá þeim Sigríði Hallsteinsdóttur og Sóleyju Bjarnadóttur umsjónarkennurum. Þær munu hafa samband við forráðamenn með tímasetningu. Fyrsti skóladagur hjá þeim verður miðvikudaginn 25. ágúst.

Kærar kveðjur,
Skólastjórnendur, Rósa og Margrét Rós