Útskrift 7. bekkjar

Fimmtudaginn 10. júní var útskrift hjá elstu nemendum skólans og þrítugusta og fimmta skólaári Selásskóla slitið. Við athöfnina fluttu nemendur ljóð og rifjuðu upp liðin ár. Þau Fannar Bergþórsson og Jórunn Hekla Hauksdóttir spiliðu nokkur lög á píanó. Rósa Harðardóttir skólastjóri flutti ræðu við þetta tilefni og minnti nemendur á að fylgja hjartanum. Við athöfnina var einnig ljóst hverjir urðu hlutskarpastir í ljóðasamkeppni bekkjarins. En allir nemendur tóku þátt í keppninni og skiluðu inn ljóði undir dulnefni. Dómnefnd sem var skipuð var þeim Jónellu Sigurjónsdóttur skólasafnskennara, Hafsteini Karlssyni fyrrum skólastjóra Selásskóla og Ragnari Inga Aðalsteinssyni hagyrðingi og kennara valdi svo úr innsendum ljóðum. Úrslitn urðu þannig að í þriðja sæti lenti Bríet Björk Þórðardóttir með ljóðið Skólinn minn, í öðru sæti lenti Baldur Freyr Árnason með ljóðið Kisurnar mínar og í fyrsta sæti lenti Ellen María Einarsdóttir með ljóðið Stjörnubjartur himinn. Við óskum þeim öllum til hamingju og vonandi fáum við að lesa meira eftir þessi flottu skáld sem og alla sem sendu inn ljóð sem voru hvert öðru betra. Framtíðin er björt hjá þessum flotta útskriftarhópi 2021. Myndir