Á hestbaki

Í dag þriðjudag fóru nemendur í 1.bekk í heimsókn í Reiðskóla Reykjavíkur. Nemendur fengu að kemba og klappa hestum ásamt því að teyma hesta og fara á hestbak. Mikil gleði var með þetta framtak og komu alsælir og brosandi nemendur til baka í skólann eftir skemmtilega upplifun. Er þetta hluti af samstarfi Selásskóla, Fáks og leikskólanna í hverfinu sem kallast Heimahagar. Myndir