Skip to content

Nemendaverðlaun

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 7. júní. 33 nemendur úr 4.-10. bekk tóku þar við viðurkenningu úr hendi Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa og formanns skóla- og frístundaráðs. Ellen María Einarsdóttir nemandi í 7. bekk hlaut verðlaunin að þessu sinni og óskum við henni innilega til hamingju.