Skip to content

Sveitaferð hjá 2. bekk

Á fallegum mánudagsmorgni og síðasta degi maímánaðar fóru börnin í 2.bekk í sveitaferð. Ferðinni var heitið á Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Vel var tekið á móti þeim af húsráðendum og áður en þau vissu af voru þau stödd inni í fjárhúsi innan um kindur og lömb. Í blíðviðri gengu þau síðar niður í fjöru og spókuðu sig um. Hvalfjörðurinn skartaði sínu fegursta. Grillaðar voru pylsur áður en haldið var heim á leið og  gæddu börnin sér  á þeim  í fögru umhverfi sveitarinnar.  Myndir