Skip to content

Grænfáninn í sjöunda sinn

Selásskóla var afhentur Grænfáninn í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn á leikjadaginn á þriðjudaginn. Sigurlaug Arnardóttir verkefnastjóri hjá Landvernd kom í heimsókn og afhenti okkur fánann. Það var umhverfisráðið sem tók á móti fánanum að viðstöddum öllum nemendum skólans.

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir skóla sem sýna árangur í umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Grænfánaskóla má finna í 68 löndum víða um heim og eru skólar á Íslandi framarlega í nemendavæðingu verkefnisins. Myndir