Skip to content

Bátaleikarnir 2021

Börnin í 7. bekk tóku þátt í Bátaleikunum 2021 en hugmyndin að verkefninu varð til í samstarfi Vesturbæjarskóla, Ingunnarskóla og Selásskóla í tengslum við þróunarverkefnið Austur Vestur sköpunarsmiðjur.  Verkefnastjórum þótti upplagt að búa til eTwinning verkefni úr þessari hugmynd þar sem skólinn er eTwinning skóli.  Auk skólanna þriggja tóku þátt börn úr Karlsbergsskola í Svíþjóð og Ymmerstan koulu í Finnlandi en Selásskóli hefur unnið áður með þeim síðarnefnda.

Bátaleikarnir eru STEM áskorun sem ætlað er að örva rökhugsun með hönnun, þrautalausnum og sköpun. Áskorunin var að búa til bát sem gæti siglt  á Rauðavatni um það bil 300-350 metra og fengu börnin frjálsar hendur um það hvernig þau útfærðu lausnina. Unnið var með nokkur hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla eins og í íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði og náttúrufræði.Í þessu verkefni var hugað að umhverfinu en ekki mátti kaupa neitt efni í bátinn heldur nota það sem féll til bæði heima og í skóla.  Börnin fóru eftir hönnunarferli þar sem þau byrjuðu á að spyrja spurninga, hugsa, skipuleggja, byggja, prófa og laga. Enginn bátur var alveg eins og annar og var gaman að sjá hinar ýmsu útfærslur.

Samskonar verkefni var unnið í öllum skólunum og höfðu allir vatn í göngufæri frá skólanum þar sem keppnin fór fram.Eftir að allir höfðu framkvæmt keppnina í sínu heimalandi þá var haldin fjarfundur með þátttakendum þar sem fulltrúar allra skóla sögðu frá framkvæmd og úrslitum.

Það er von okkar að þetta geti verið árleg keppni milli þessara þriggja skóla á Íslandi ásamt nokkrum evrópskum skólum. 

 Hér eru myndir

Myndbönd úr verkefninu:

Selásskóli

Ingunnarskóli

Vesturbæjarskóli

Karlbergs skola myndband 1 

Karlbergs skola myndband 2 

Karlbergs skola myndband 3

Ymmerstan koulu