Skip to content

1. bekkur í Mosó

Í dag fór 1.bekkur ásamt umsjónarkennurum og Stefaníu íþróttakennara í óvissuferð í Mosfellsbæ, ekið var að Varmárskóla þaðan sem nemendur röltu eftir göngustíg í átt að Leirvogstungu þar sem komið var að skemmtilegu svæði með góðum kastala, köngulóarvef og frisbígolfvelli. Nemendur borðuðu nestið sitt og nutu þess að leika sér í nýju umhverfi. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og komu allir þreyttir og sælir til baka upp í skóla.
Aa