Hvatningarverðlaun
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs voru veitt við hátíðlega athöfn á MenntaStefnumóti skóla- og frístundasviðs í Hörpu í gær. Þau koma í hlut átta nýbreytni- og þróunarverkefna í skóla- og frístundastarfi í borginni. Auk þess fengu fjögur samstarfsverkefni sérstaka viðurkenningu.
Samstarfsverkefni Selás- Ingunnar- og Vesturbæjarskóla Austur Vestur fékk viðurkenningu í flokki samstarfsverkefna og erum við bæði þakklát og stolt enda ákaflega skemmtilega verkefni. Í þessu myndbandi getið þið séð umfjöllun um verkefnið.