Skip to content

Starfsdagur á mánudaginn

Starfsdagur verður  mánudaginn 10. maí og mæta nemendur ekki í skólann þann dag.  Starfsdagur er einnig hjá starfsfólki frístundamiðstöðva í Reykjavík svo Víðisel verða  einnig lokað. Starfsdagurinn verður notaður í starfsþróun á vegum SFS, Menntastefnumót.

MENNTASTEFNUMÓTIÐ er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu menntastefnu frá ársbyrjun 2019. Á mótinu verður ennfremur boðið upp á erlenda og innlenda fyrirlestra um menntamál, tónlist og aðra listviðburði.

Menntastefnumótið fer fram á þessum glæsilega ráðstefnuvef!  Áhugasamir eru hvattir til að skoða dagskrá og fylgjast með enda ótrúlega fjölbreytt erindi.

Kennsla í næstu viku verður því á þriðjudag, miðvikudag og föstudag því það er frí á fimmtudaginn 13. maí uppstigningardag.