1. bekkur í sveitaferð

Undanfarið hafa nemendur í 1.bekk verið að læra um íslensku húsdýrin, unnið fjölbreytt verkefni tengd bæði íslensku og náttúrufræði. Fimmtudaginn 6.maí var svo komið að gulrótinni í lokin sem var að fara í sveitaferð. Ferðinni var heitið á bæinn Bjarteyjarsand í Hvalfirði og var keyrt í sól og blíðu fyrir fjörðinn. Arnheiður bóndi tók á móti okkur, fræddi okkur um bústörfin og dýrin en á bænum eru tæplega 600 kindur, 3 hestar, 3 hundar, þrjár geitur og tvær kanínur. Guðmundur bóndi var einnig á staðnum og gaf nemendum tækifæri á að sjá kind bera tveimur lömbum með aðstoð hans. Nemendur fengu að halda á og klappa lömbum og kiðlingum við mikla gleði. Hópurinn skellti sér svo í fjöruna hjá Bjarteyjarsandi áður en grilluðum pylsum var sporðrennt. Við heimför höfðu nemendur á orði hvort ekki væri hægt að koma bara aftur á morgun 😊 Myndir