Hjálmar frá Kiwanis

Kiwanisklúbburinn Jörfi í samstarfi við Eimskip gaf nemendum í 1.bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Síðasta vetrardag kom formaður foreldrafélagsins Inga Lára Sigurðardóttir í heimsókn í 1. bekk ásamt skólastjórnendum og afhenti nemendum hjálmana sem öllum var frjálst að afþakka.