Skip to content

Heimsókn í Vísindasmiðjuna

Nemendur í 7.bekk fóru  í heimsókn í Vísindasmiðjuna nýlega og lærðu margt skemmtilegt. Þau lærðu um DNA og lífverur og að veirur væru ekki með DNA. Þau lærðu líka um rafmagn og hvernig leiðni þess er sáu pendúl sem teiknaði myndir og hvernig sandur fer í munstur þegar spilað er á boga á sama borði og sandurinn er á.

Bekkurinn var skólanum og sjálfum sér til mikils sóma, alveg til fyrirmyndar, kurteis, áhugasöm og fróðleiksfús.  Vísindasmiðjan er stundum í Hörpunni og þá opin fyrir alla, við mælum með að kíkja með börn á öllum aldri til að skoða, fikta og læra um vísindi. Myndir