Skip to content

Upplestrarkeppni

Enn tökum við þátt í Stóru upplestrarkeppninni hér í Selásskóla en markmiðið með henni er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Nemendur í  7. bekk hófu undirbúning að keppninni í nóvember og hafa síðan æft sig í upplestri. Undanúrslit keppninnar voru á sal skólans í gær þar sem nemendur komu saman ásamt þriggja manna dómnefnd.
Úrslit urðu þau að  Einar Árnason og Selma Schweitz Ágústsdóttir voru valin til að keppa fyrir hönd skólans  fimmtudaginn 11. mars. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. Vert er að taka fram að allir nemendur stóðu sig með sóma.