Skip to content

Heimsókn í Vísindasmiðjuna

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður skólahópum í heimsókn og nemendur og kennarar í 5.bekk heimsóttu þau í janúar.  Þar fengu þau fræðslu um vísindaleg málefni og kynningu á tækjum og tólum sem þau fengu að prófa. Þetta var virkilega vel heppnað og örugglega einhverjir vísindamenn framtíðarinnar í þessum hópi nemenda.  Myndir