Skip to content

Heimsókn í Þjóðminjasafnið

Í dag 12. janúar fóru nemendur í  3. bekkur í heimsókn  á Þjóðminjasafnið. Þeir fengu fræðslu um gamla tímann sem gaf þeim betri tengingu við  námsefnið sem  þeir luku við rétt fyrir jól um íslenska þjóðhætti.

Börnin voru mjög áhugasöm og vel var tekið á móti þeim.

Krakkarnir fengu að prufa að kemba ull, leika með bein og skeljar og skoða gömul eldhúsáhöld svo sem strokk, trog og kaffikvörn. Myndir