Gleðilegt ár
Við óskum ykkur gleðilegs árs og vonum að fríið hafi verið gott hjá öllum.
Skólinn hefst aftur þriðjudaginn 5.janúar samkvæmt stundaskrám.
Þann 1.janúar tók í gildi ný reglugerð um skólahald og hefur hún áhrif á skólastarfið. Skólinn verður nú með nokkuð venjulegu hætti eins og við byrjuðum í haust. Þessi reglugerð gildir til 28. febrúar nema að koma til breytinga. Hér er hægt að lesa reglugerðina í heild:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81
Breytingar frá því fyrir jól eru þessar:
. Skóli hefst hjá öllum bekkjum kl. 8:10 og lýkur á réttum tíma.
. Nemendur á miðstigi geta nú verið allt að 50 á sama svæði.
. Mötuneytið verður opið öllum nemendum.
. Sund verður samkvæmt stundaskrá.
. Íþróttir í sal eru leyfðar en biðjum við nemendur að mæta í léttum og þægilegum fatnaði sem þau eiga auðvelt veð að hreyfa sig í svo við þurfum ekki að nota búningsklefana.
. Allar list- og vergreinar verða kenndar eins og í upphafi skólaárs.
. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til til dæmis ef þeir eru boðaðir á fund og skulu þá bera andlitsgrímur.
Við höldum áfram að huga að sóttvörnum, þrífum vel og oft sameiginlega snertifleti og þvoum og sprittum reglulega.
Það er von okkar að þetta munu haldast óbreytt út þess önn og með því að hjálpast að huga vel að sóttvörnum og öðrum mikilvægum þáttum mun það takast.
Ef einhverjar spurningar vakna hikið ekki við að hafa samband
með kveðju
Skólastjórnendur í Selásskóla
Rósa og Margrét Rós