Skip to content

Litlu jólin

Það var heldur betur hátíðlegt í dag á stofujólum eða Litlu jólunum. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi, hlustuðu á jólasögur, fóru í leiki og fengu jólalega hressingu. Allir hópar fengu svo söngstund  við jólatré við undirleik Sigrúnar tónmenntakennara. Þetta var góður endir á þessari önn og við hlökkum til að hitta alla þann 5. janúar. Gleðileg jól. Myndir