1.bekkur í Gufunesbæ

Föstudaginn 11.desember fór 1.bekkur í vettvangsferð í Gufunesbæ. Þar tóku Stína stuð og Kata káta á móti okkur. Þær byrjuðu á að segja okkur sögu í útitjaldinu sínu, eftir það skiptum við nemendum upp í fjóra hópa sem fóru í jólasveinaratleik um útisvæði Gufunesbæjar. Að því loknu fengu nemendur kakó og kanilsnúða áður en þeir fengu góðan tíma í frjálsan leik sem þeir nýttu afar vel við mikla gleði áður en haldið var með rútu heim í Selásskóla. Virkilega vel heppnuð ferð þar sem gleðin var við völd. Myndir