Skip to content

Skapandi stærðfræði í 1.bekk

Í desember eru áherslur hjá okkur á stærðfræði á skapandi hátt og gaman að sjá mismunandi leiðir hjá bekkjunum. Nemendur í 1.bekk unnu með fatatölur og bjuggu til myndir á svörtum bakgrunni en í þeirri vinnu urðu miklar umræður um flokkun og stærðir. Þau unnu einnig með talna- og samlagninarspjöl og sumir bjuggu til sitt eigið spil með góðum spilareglum. Síðan unnu þau með grunnformin og bjuggu til myndir úr rökkubbum og færðu svo myndirnar inn í SeeSaw sem er skemmtilegt forrit sem verið er að innleiða á yngsta stigi í Selásskóla. Mjög skemmtileg og fjölbreytt vinna hjá nemendum. Myndir