Skip to content

Jólaljósaganga

Nemendur í 1. bekk létu ekki myrkrið og kuldann á sig fá og skelltu sér í göngutúr í gær mánudag. Tilgangurinn var að skoða öll fallegu jólaljósin sem hverfisbúar hafa sett upp við á svalir og í glugga. Eftir göngutúrinn stoppuðu nemendur í Rjóðrinu sem er útikennslustofan okkar og fengu heitt kakó og piparkökur. Jólaleg stund í byrjun aðventu.  Myndir