Skip to content

Pappírskeðja

Nemendur í 5. og 7. bekk tókust nýlega á við pappírskeðjuáskorun! Þeim var skipt niður í 3ja manna hópa og vann hver hópur saman að einni pappírskeðju. Markmiðið var að búa til eins langa keðju og þau mögulega gátu. Hópurinn mátti í sameiningu nota eitt A3 blað, skæri og límstifti eða heftara. Þessi áskorun reyndi á samvinnu, skipulagningu og útsjónarsemi því ekki mátti fá nýtt blað ef eitthvað eyðilagðist auk þess sem áskorunina þurfti að vinna á fyrirfram ákveðnum tíma. Börnin voru almennt mjög spennt fyrir áskoruninni og nýttu tímann vel. Keðjurnar urðu mjög misjafnlega langar en sú lengsta varð  7,5 metrar! 🤓 Myndir