Jól í skókassa

Kærar þakkir þið öll sem senduð okkur gjafir í skókassana! Það voru ánægð börn sem afhentu kennurunum sínum ýmislegt fallegt til að gefa veikum, fátækum eða munaðarlausum börnum í Úkraínu. Sum komu jafnvel með tilbúna kassa, stútfulla af allskyns gersemum.
Vegna Covid ráðstafana gátum við ekki leyft 7. bekk að pakka í kassana eins og við höfðum ætlað. Þess í stað hjálpuðust nokkrir starfsmenn að á skólasafninu, pökkuðu skókössum í jólapappír og fylltu þá eftir kúnstarinnar reglum.
Við stefndum á að skila 7 kössum í söfnunina og stóðum við það! Þar sem vel safnaðist komst ekki allt í kassana okkar og fór það með á söfnunarstöðina og verður nýtt í aðra kassa sem vantar í.