Skip to content

Jól í skókassa

Í ár ætlar skólasafn Selásskóla að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Við stefnum á að senda í sameiningu sjö kassa til úkraínskra barna sem þurfa á glaðningi og nokkrum nauðsynjavörum að halda 🙂
Það er KFUM og KFUK sem sér um verkefnið hér á Íslandi.
Það er algjörlega valfrjálst að taka þátt í þessu verkefni en ef við leggjumst öll á eitt þá verður auðvelt að safna í kassana.
Einhver nemandi getur t.d. komið með jólapappír, annar skókassa, þriðji tannkrem, fjórði smá pening o.s.frv.
Í hvern kassa þarf:
Skókassa
Jólapappír
500-1000 kr. fyrir kostnaði
Handsápu
Tannkrem og tannbursta
Flík (t.d. húfu, vettlinga eða sokka)
Leikfang
Skóladót (t.d. blýant, skrifbók, vasareikni…)
Sælgæti (t.d. brjóstsykur, pez, karamellur …)
Jónella á skólasafninu tekur við öllu því sem þarf í kassana og ætlar 7. bekkur að hjálpa til við að útbúa kassana.