Skip to content

Skólahald næstu vikur

Kæru foreldrar og forráðamenn

Eins og fram hefur komið taka nú gildi breyttar reglur um skólahald vegna Covid-19. Reglugerð um takmarkanir á skólahaldi gilda næstu tvær vikur en ef um framlengingu verður að ræða mun skólinn upplýsa ykkur um það sérstaklega.  Skólahald hjá nemendum í 1. til 4. bekk verður óskert.
Reglur um sóttvarnir hafa í för með sér eftirfarandi breytingar:

· Ekki verður hægt að bjóða nemendum í 5. – 7. bekk upp á hádegismat vegna fjöldatakmarkana í matsal og ákvæða um sóttvarnarþrif. Skóladagurinn í þessum bekkjum mun því styttast og lýkur honum eigi síðar en 12:30 eftir því hvenær hópurinn byrjar daginn. Ekki verður innheimt fæðisgjald hjá nemendum í þessum bekkjum.

· Kennsla í list- og verkgreinum sem og íþróttum fellur niður í öllum árgöngum. Kennarar í þessum greinum verða með umsjónarkennurum og því verður kennslan með breyttu sniði

· Nemendur í 5. – 7. bekk þurfa að vera með grímur í kennslustofum ef ekki verður hægt að virða fjarlægðarmörk og  og einnig í almannarýmum skólans. Skólinn mun útvega nemendum einnota grímur eftir þörfum en við hvetjum ykkur til að athuga með fjölnotagrímur ef þið hafið tök á því.

· Til að lágmarka blöndun milli nemendahópa eiga nemendur á miðstigi að koma í skólann á mismunandi tímum á morgnana og koma inn um mismunandi innganga. Yfirlit yfir hvar og hvenær hver bekkur á að koma inn hefur verið sendur af umsjónarkennurum.

· Gert er ráð fyrir óskertu frístundastarfi í 1.-4. bekk svo börn sem eru skráð í Víðisel munu fara þangað þegar skóladegi þeirra lýkur. Sama hólfaskipting er fyrir nemendur í Víðiseli og í skólanum.

Við biðjum ykkur að sýna því þolinmæði ef sú staða kemur upp að gera þurfi einhverjar breytingar á þessu skipulagi.

Með vinsemd

skólastjórnendur í Selásskóla