Skip to content

Verkfræðingar framtíðarinnar

Það var heldur betur fjör í náttúrufræði hjá 7. bekk í vikunni, en þau voru að vinna með hugtökin:

Kraftar, þyngdarafl, 1. lögmá Newtons – tregðulögmálið, viðnám, hröðun, skáflötur og hliðarhalli.

Notaðar voru  ýmsar tegundir af skáflötum, hrjúfum – sléttum ójöfnum- sleipum- gúmmíflötum  o.fl. til að skoða og rannsaka þetta.

Að lokum áttu krakkarnir að vinna þrautalausn þ.e.a.s. finna hvernig skábraut úr ýmsu efni þarf að vera til að koma litlum bíl ákveðnar vegalengdir í útigarðinum. Þau þurftu að huga að ytri aðstæðum t.d. vind, bleytu og hvernig þarf að byggja upp flötinn þannig að halli og mishæðir trufli ekki rennslið.

Það var frábært að fygljast með þessum glöðu nemendum við rannsóknir.

Myndir