Skip to content

Göngum í skólann – úrslit

Selásskóli tók þátt í verkefninu Göngum í skólann árið 2020. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.  Í ár var verkefnið haldið í fjórtánda sinn og virðist vera orðinn hluti af skólastarfinu í mörgum skólum. Göngum í skólann verkefnið er m.a. í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

Í ár varð 7. bekkur skólans hlutskarpastur innan skólans, og fengu nemendur farandbikarinn Gullskóinn fyrir þátttökuna. Þessa má geta að allir nemendur stóðu sig mjög vel í þessu átaki og vonandi verða allir duglegir að ganga í skólann í vetur.