Verkefnið heimahagar farið af stað

Heimahagar er þróunarverkefni sem verið hefur skólanum í nokkur ár. Verkefnið er unnið í samstarfi við leikskólana Rauðaborg, Blásali og Heiðarborg og heldur áfram í vetur einnig með samvinnu við Hestamannafélagið Fák. Það eru nemendur í elstu hópum leikskólanna og yngstu nemendur í Selásskóla sem vinna saman verkefni reglulega yfir skólaárið. Í gær 1. október fórum við af stað og nemendur hittust á sameigninlegu útisvæði. Þrátt fyrir að það hafi verið kalt og blautt þennan dag létur nemendur það ekki á sig fá og léku sér saman. Þau sungu köngulóalög og fóru í leiki.