Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur og starfsfólk Selásskóla reimuðu á sig hlaupaskóna í morgun. Tilefnið var að hlaupa af stað í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Fyrst var gengið niður að gömlu brú en þaðan hlupu nemendur stífluhringinn góða. Um var að velja að hlaupa 1 hring eða 2 hringi, 2,5 km. eða 5. Allir stóðu sig með stakri prýði og gott að byrja daginn á hreyfingu.

Ólympíuhlaup ÍSÍ er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Það var fyrst haldið árið 1984, þá og lengi vel undir heitinu Norræna skólahlaupið. Myndir