Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Við í Selásskóla tókum að sjálfsöguð mið af þessu í skipulaginu þessa viku. Útikennslustofan Rjóður var notuð og nemendur fræddust um Ómar Ragnarsson og baráttu hans um að vernda íslenska náttúru. Farið var í leiki og laufblöð skoðuð, samspil vatns og ljóss var skoðað. Fuglar bæði staðfuglar og farfuglar voru einnig viðfangsefni sem og endurvinnsla og hvernig við nýtum okkur náttúruna.