Skip to content

Útikennsla á skólasafni

 

Í Selásskóla leggjum við áherslu á útikennslu núna í september. Börnin í 6. og 7. bekk fóru út í bókasafnstímanum sínum í síðustu viku og unnu stafrófsverkefni. Annars vegar áttu þau að finna orð sem byrjuðu á öllum stöfum stafrófsins nema „ð“ og „x“. Orðin áttu að vera eitthvað sem þau gátu séð, snert, heyrt eða fundið lykt af. Þetta gekk vel nema hvað mörgum hópum reyndist erfitt að finna eitthvað sem byrjaði á „ý“. Þegar börnin voru búin að þessu fengu þau úthlutað bókstaf sem þau áttu að kríta á gangstéttarhellu og lita svo alla helluna. Kennarinn tók myndir af öllum stöfunum og vonandi verður hægt að nota þær síðar til að skreyta safnið okkar.

Í heildina gekk útikennslan vel, veðið var misgott en það má segja börnunum það til hróss að þau létu smá rigningu ekki stoppa sig.

Myndir