Göngum í skólann

Við í Selásskóla tökum þátt í átaksverkefninu Göngum í skólann. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur og starfsfólk til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla.
Markmið:
– Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann. Hvetjum við foreldra til að kynna börnum sínum örugga göngu- og hjóla leið í skólann.
– Minnka umferð við skólann og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólanum. Stuðlum þar með að öruggari og friðsælli götum í hverfinu okkar.
– Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál. Beina sjónum að því hversu gönguvænt umhverfið í hverfinu okkar er og auka samfélagsvitund.
Dagana 9. september – 5. október skráum við niður virkan ferðamáta hjá nemendum. Sá bekkur sem nær mestri hlutfallslegri virkni fær farandbikar.