Skip to content

Velkomin í Selásskóla

Það voru glöð og eftirvæntingarfull börn sem biðu við skóladyrnar í gærmorgun þegar fyrsti skóladagurinn rann upp. Dagurinn gekk vel og ekki skemmdi góða veðrið fyrir. 

Við viljum bjóða alla foreldra velkomna til samstarfs við okkur í Selásskóla skólaárið 2020-2021 og þótt aðstæður í þjóðfélaginu séu okkur ekki hliðhollar í byrjun þá látum við það ekki á okkur fá og förum af stað inn í 35. starfsár Selásskóla eins og börnin, glöð og eftirvæntingarfull.