Skólasetning

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Selásskóla
Nú styttist í skólabyrjun og hlökkum við til að hitta börnin eftir sumarleyfið. Við förum aftur af stað í „veiruástandi“ ef svo má að orði komast og verður skólasetning þann 24. ágúst með aðeins breyttu sniði en skólastarfið verður þó með hefðbundnum hætti. Nemendur í 2. – 7. bekk mæta án foreldra og fylgja umsjónarkennurum á sín svæði.
Athugið inngangar 1, 2 og 3 verða opnir á þeim tíma sem hópanir mæta og kennarar upplýsa nemendur hvar þeir eiga að koma inn þegar skólahald hefst.
Tímasetningar eru eftirfarandi:
2. bekkur kl. 9:00, umsjónarkennarar Hrönn Ásgeirsdóttir og Karólína Þ. Guðnadóttir
3. bekkur kl. 9:30, umsjónarkennarar Áslaug Eva Antonsdóttir og Edda Sigrún Guðmundsdóttir
4. bekkur kl. 10:00, umsjónarkennari Selma Birna Úlfarsdóttir
5. bekkur kl. 10:30, umsjónarkennarar Finnur Hrafnsson og Halldóra K. Valgarðsdóttir
6. bekkur kl. 11:00, umsjónarkennarar Ása Dröfn Fox Björnsdóttir og Sóley Bjarnadóttir
7. bekkur kl. 11:30, umsjónarkennarar Hanna Lára Baldvinsdóttir og Sunneva Jörundsdóttir
Skólahald hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.
Kærar kveðjur,
Skólastjórnendur, Rósa og Margrét Rós