Nýr skólastjóri

Rósa Harðardóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Selásskóla og mun hún taka til starfa 1. ágúst.
Rósa lauk B.Ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1990. Hún lauk meistaraprófi í náms- og kennslufræðum árið 2012.
Hún hefur starfað sem kennari, deildarstjóri, forstöðumaður skólasafns og verkefnastjóri í upplýsingatækni í 31 ár. Síðust tvö ár hefur hún starfað við Selásskóla en einnig starfaði hún við skólann frá 1990 til 2001.