Skip to content

Útskrift 2020

Í dag voru skólaslit og lauk því þrítugasta og fjórða starfsári Selásskóla. Fyrir hádegi voru skólaslit hjá nemendum í 1. til 6. bekk en kl. 14 voru formleg skólaslit hjá nemendum í 7. bekk sem kveðja skólann og halda á vit nýrra ævintýra næsta skólaár.  Við skólaslitin flutt nemendur tónlistaratriði, ljóð og ræður sem gaman var að hlýða á. Veittar voru viðurkenningar fyrir framfarir og námsárangur. Kristín Lilja Káradóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan námsárangur og Ásrún Rós Aðalsteinsdóttir fyrir bestu framfarir. Þá fékk Sunna Arnfinnsdóttir viðurkenningu frá Rótarý. Þá var einnig tilkynnt að Helga Hrund Ólafsdóttir hafi verið tilnefnd til Íslensku nemendaverðlaunanna. Myndir