Gönguferð hjá 2. bekk

Nemendur í 2.bekk fóru fimmtudaginn 4.júní ásamt kennurunum sínum í gönguferð í nágrenni skólans. Lagt var af stað frá skólanum um kl.8:30 og haldið sem leið liggur yfir brúna yfir í Norðlingaholt, rölt var í gegn um hverfið og yfir að ánni Bugðu þar sem nemendur léku sér og borðuðu morgunnestið sitt. Áfram lá leiðin meðfram ánni yfir í Rauðhóla þar sem nemendur nutu góða veðursins við príl, blómaskoðun og leiki, þar var einnig snæddur hádegisverður. Á heimleiðinni var kíkt í Björnslund og stoppað í hesthúsunum og hestunum klappað. Nemendur stóðu sig með eindæmum vel á þessari löngu göngu sem endaði í rúmlega 8 kílómetrum. Myndir