Heimsókn í Húsdýragarðinn

Þann 15.maí fóru nemendur í 2.bekk í heimsókn í Húsdýragarðinn. Vel var tekið á móti þeim og hópnum skipt í tvo hópa áður en haldið var af stað í fróðlega leiðsögn um húsdýrin í garðinum. Nemendur sáu og fengu að klappa nýfæddum lömbum, gefa hænunum og klappa hestunum ásamt því að fræðast um kýrnar og fara í mjólkurhúsið. Nemendur skemmtu sér vel og voru skólanum til sóma. Ekki skemmdi fyrir hversu fallegt og gott veður við fengum. Myndir